Rotþróarhreinsun 2023
Fyrirkomulag rotþróarheinsunar árið 2023 verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og sér fyrirtækið Hreinsitækni ehf. um verkið.
Sveitarfélaginu er skipt upp í 3 hreinsunarsvæði og er hvert svæði hreinsað einu sinni á þriggja ára fresti. Á meðfylgjandi korti má sjá svæðisskiptinguna, svæði 1 sem er blátt, svæði 2 sem er grænt og svæði 3 sem er rautt. Á þessu ári verður svæði 3 / rauða svæðið hreinsað.
Verktakinn fer af stað núna í apríl og vinnur verkið eins og veður, færð og aðstæður leyfa. Húseigendur/lóðarhafar eru því hvattir til að hafa gott aðgengi að rotþróm til að auðvelda verktaka vinnu við hreinsunarstarfið (ólæst hlið, grisja trjágreinar og reita gróður frá stútnum ef þarf og merkja stút með fána eða stiku ef hann sést illa).
Á kortasjá heimasíðu Hvalfjarðarsveitar (undir veitur), er hægt að sjá stöðu hreinsunar. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er að finna gagnlegt efni um fráveitumál: Umhverfisstofnun | Fráveitumál (ust.is), m.a. leiðbeiningar um rotþrær og siturlagnir.
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum þá má hafa samband við skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500 eða á netfangið umhverfi@hvalfjardarsveit.is