Fara í efni

Rotþróarhreinsun 2021

Fyrirkomulag rotþróarheinsunar árið 2021 verður með svipuðu sniði og undanfarin ár en þó verður sú breyting að fyrirtækið Hreinsitækni ehf, mun sinna verkefninu frá og með vorinu 2021, því fyrirtækið hefur fest kaup á öllu hlutafé Stífluþjónustu Suðurlands ehf, en sveitarfélagið var með samning við Stífluþjónustuna um verkið.

Eins og fyrri ár er sveitarfélaginu skipt upp í 3 hreinsunarsvæði og er hvert svæði hreinsað einu sinni á þriggja ára fresti.
Á meðfylgjandi korti má sjá svæðisskiptinguna, svæði 1 sem er blátt, svæði 2 sem er grænt og svæði 3 sem er rautt.
Á árinu 2021 verður svæði 2 / græna svæðið hreinsað.

 Hyggst verktakinn hefjast handa við hreinsun rotþróa á svæðinu seinni partinn í apríl og er áætlað að verkinu verði lokið seinni partinn í maí 2021.
Húseigendur/lóðarhafar eru hvattir til að hafa gott aðgengi að rotþróm til að auðvelda verktaka vinnu við hreinsunarstarfið.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum þá má hafa samband við skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500 eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is