Fara í efni

Reglur um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 10. janúar sl. voru samþykktar reglur um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Reglurnar taka þegar gildi.

Sveitarstjórn hafði á fund sínum þann 13. desember sl. samþykkt tekjuvuiðmið sem lögð eru til grundvallar lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts.

 

Reglur um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts má sjá HÉR

Tekjuviðmið eru eftirfarandi:


Vegna einstaklinga:
Tekjumörk : Afsláttur :
             0 - 3.300.000 kr. 100% afsláttur
3.300.001 - 3.612.000 kr.   80% afsláttur
3.612.001 - 3.936.000 kr.   50% afsláttur
3.936.001 - 4.696.000 kr.   25% afsláttur

Vegna hjóna:
Tekjumörk : Afsláttur :
             0 - 5.232.000 kr. 100% afsláttur
5.232.001 - 5.979.000 kr.   80% afsláttur
5.979.001 - 6.353.000 kr.   50% afsláttur
6.353.001 - 6.602.000 kr.   25% afsláttur