Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.
27. apríl 2022
Á 350. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 26. apríl sl. voru til umfjöllunar reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða breytingar á reglunum frá og með 1. júní nk. en meðal helstu breytinga eru að launaviðmið sem hlutfall af þingfararkaupi hækkar úr 80% í 100% auk þess sem hlutfall grunnlauna og fundarlauna hækkar.
Til samanburðar má finna núgildandi reglur HÉR en nýjar reglur frá 1. júní nk. HÉR.