Refa- og minkaveiði
Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir aðilum til að annast grenjavinnslu og minkaeyðingu í sveitarfélaginu næstu 4 ár.
Skipting veiðisvæða er skv. eftirfarandi:
Svæði 1 Fyrrum Hvalfjarðarstrandarhreppur.
Svæði 2 Fyrrum Leirár- og Melahreppur.
Svæði 3 Fyrrum Skilmannahreppur og Innri-Akraneshreppur.
Greiðsla til veiðimanna er:
Greiðsla fyrir grenjaleit samanstendur af verðlaunum fyrir dýr og unnin greni. Verðlaun fyrir ref er kr. 18.000,- og kr. 7.000,- fyrir unnið greni og þekkt grenstæði sem leituð eru.
Greiðsla fyrir minkaleit samanstendur af verðlaunum fyrir dýr og unnin greni. Verðlaun fyrir hvert unnið dýr er kr. 10.000- og kr. 2000,- fyrri unnið greni.
Minkaveiðimenn skulu hafa yfir minkahundum að ráða til að auka afköst og árangur.
Í umsókn skal koma fram hvaða veiðisvæði sótt er um og hvort um sé að ræða veiði á mink eða ref. Heimilt er að sækja um veiði á fleiri en einu veiðisvæði. Einungis verður samið við aðila með gilt veiðikort útgefið af veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar.
Umsóknir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3,301 Akranes eða á netfangið skuli@hvalfjardarsveit.is . Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2016. Nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Hvalfjarðarsveit 4. maí 2016
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri