Fara í efni

Frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar

Pétur Sigurðsson - 10. apríl 1969 - 23. júní 2024.

Þriðjudaginn 2.júlí var jarðsunginn frá Akraneskirkju, vinur okkar og liðsmaður í Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Pétur Sigurðsson.  Pétur hóf störf í slökkviliðinu árið 1990. Pétur var öflugur liðsmaður og alltaf klár í verkefni þegar kallið kom. Hann gekk í öll verk og var hans létta lund og blíða bros eitt af hans aðalsmerkjum. Það var sagt um Pétur hér á dögunum og gerum við þau orð af okkar nú „ Pétur, sá sem allt getur“ Þetta lýsir honum einkar vel.

Á stundum eins og þessum þá er gott að eiga góða að, það fengum við hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar svo sannarlega að kynnast þegar útför Péturs fór fram í Akraneskirkju í gær.

Á meðan útför stóð voru vinir okkar og nágrannar í Slökkviliði Borgarbyggðar hér á slökkvistöðinni á Akranesi og stóðu vaktina. Aðstoð sem þessi er ómetanleg og sýnir í verki hvað samstarf á milli þessara tveggja slökkvilið er öflugt, gott og traust.

Kærar þakkir Slökkvilið Borgarbyggðar, þið eruð einstakir vinir og samstarfsmenn.
Við kveðjum vin og samstarfsmann, Pétur Sigurðsson með hlýhug og sendum fjölskyldum Péturs okkar innstu samúðarkveðju.

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar.