Fara í efni

Páskadagskrá í Passíuviku

Velkomin í Hvalfjörð um páskana, við hlökkum til að taka á móti ykkur.

Ferstikluskáli: Opnar miðvikudaginn 23. mars, opið alla páskana milli 11:00 og 18:00. Glæsilegt kökuhlaðborð á föstudaginn langa milli kl. 15:00 og 17:00. Ómótstæðileg opnunartilboð og bestu borgararnir. Nánari upplýsingar: www.ferstikla.is

Hernámsetrið að Hlöðum: Opið laugardaginn 26. Mars milli kl. 11:00 og 17:00 aðgangseyrir 1.250 kr. Vaffla með rjóma innifalið. Frítt fyrir börn yngri en 12. Ára – rjómavaffla og Sun Lolly fyrir þau. Nánari upplýsingar: www.hernamssetrid.is og í síma 433-8877.

Þórisstaðir: Hið ómissandi páskaeggjaleit verður laugardaginn 26. Mars og hefst kl. 13:00. Opið í Kaffi Koti. Nánari upplýsingar: www.snilldarferdir.is

Bjarteyjarsandur: Kræklingur og krákuskel – fjöruferð fyrir alla fjölskylduna á skírdag kl. 12:00. Opið til kl. 16:00. Súpa, heitt á könnunni og afurðir beint frá býli. Nánari upplýsingar: www.bjarteyjarsandur.is

Hótel Glymur: Kaffi Glymur – opið frá 13:00 – 17:00 alla daga. Veitingastaðurinn á Hótel Glym opinn öll kvöld frá kl. 18:30 – 21:00. Borðapantanir í síma: 430-3100. Nánari upplýsingar: www.hotelglymur.is

Laxárbakki: Kökuhlaðborð á páskadag kl. 15:00. Nánari upplýsingar: www.laxarbakki.is

Hallgrímskirkja í Saurbæ: Skírdagur: Messa kl. 11:00 í Innar-Hólmskirkju og kl. 13:30 í Leirárkirkju. Föstudagurinn langi kl. 13:30 – 18:30 í Hallgrímskirkju í Saurbæ: Sigurður Skúlason les Passíusálmana. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 08:00 í Hallgrímskirkju í Saurbæ og kl. 11:00 í Innra-Hólmskirkju.

Sundlaugin í Heiðarborg: Opið laugardaginn 26. Mars milli kl. 10:00 og 15:00. Nánari upplýsingar: www.hvalfjardarsveit.is

PÁSKADAGSKRÁ Í PASSÍUVIKU