Opið hús eldri borgara í Hvalfjarðarsveit
Dagskrá frá febrúar til maí 2022 fer fram í Miðgarði kl. 14:00 eftirtalda daga:
23. febrúar Kynning á keramik námskeiðinu, upplestur, spil og fl.
2. mars Góufagnaður ATH. hefst kl. 17:00. Verð 5.000 kr. ekki posi á staðnum. Miðapantanir fyrir 23. febrúar á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma 433 8500.
7. mars Námskeið í keramik í Miðgarði. Lágmarksþátttaka eru átta þátttakendur. Sjá skýringar fyrir neðan.
23. mars Ásgeir Kristinsson frá Leirá kemur og fræðir okkur um starf Björgunarfélags Akraness.
13. apríl Páskabingó.
27. apríl Föndur.
11. maí Dagskrá óákveðin.
25. maí Vorferðalag.
Opið hús verður síðan auglýst nánar með dagskrá á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is og á Facebooksíðu Hvalfjarðarsveitar. Kaffiveitingar eru alltaf í boði á opnu húsi.
Námskeið í keramikmálun verður í Miðgarði 7. mars kl. 14:00. Kennt verður að mála og lakka keramik. Kennari er Kristín hjá Glit sem hefur lengi kennt eldri borgurum. Hægt er að skoða inn á www.glit.is (undir hnappi keramik) sjá úrvalið á keramikinu sem hægt er að velja úr. Verð á námskeiðinu er 4.500 kr. auk þess sem greiða þarf fyrir hvern hlut. Pantanir á námskeiðið þurfa að berast fyrir 1. mars nk. í síma 692-9381 Sigrún eða 867-2248 Ingibjörg Eyja.