Opið hús eldri borgara
22. desember 2021
Miðvikudaginn 15. desember sl. voru Litlu jólin haldin hjá eldri borgurum í Hvalfjarðarsveit í umsjón Sigrúnar Sólmundardóttur og Ingibjörgu Eyju Erlingsdóttur.
Börn úr Hvalfjarðarsveit frá Tónlistarskólanum á Akranesi komu og spiluðu á hljóðfærin sín. Stefán Helgi Stefánsson tenórsöngvari söng nokkur lög og prestar frá Garða- og Saurbæjarprestakalli komu í heimsókn, sr. Þráinn Haraldsson flutti jólahugvekju og sr. Ólöf Margrét Snorradóttir las upp jólasögu. Boðið var upp á heitt súkkulaði og meðlæti. Mæting var góð og allir skemmtu sér vel.