Opið hús 60 ára og eldri í Hvalfjarðasveit
02. apríl 2024
Opið hús eldri borgara verður í Miðgarði, miðvikudaginn 3 apríl n.k kl 14.
Katrín Rós Sigvaldadóttir náms-og starfsráðgjafi í Heiðarskóla kemur og segir frá hvernig hægt er er að rækta bæði andlega og líkamlega heilsu sem öllum er hollt jafnt ungum sem öldnum. Hún mun einnig sýna teygjur og sjálfsnudd fyrir höfuð og herðar.
Kaffiveitingar.
Hlökkum til að sjá ykkur.