Opið hús 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit
28. febrúar 2024
Opið hús eldri borgara verður í Miðgarði miðvikudaginn 6. mars nk. kl. 14:00.
Sigurlína Júlíusdóttir, fyrrum eigandi Gallerý Snotru kemur og kennir nokkur grundvallaratriði í hekli. Nauðsynlegt er að koma með sitt eigið garn (td. bómullargarn) og heklunál. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Sigrúnu í síma 6929381 og Eyju í síma 8672248.
Einnig er velkomið að koma með prjónana.
Upplestur úr bókinni Afsakið hlé, þrælfyndnar sögur af fjölmiðlafólki á Íslandi.
Kaffiveitingar.
Hlökkum til að sjá ykkur.