„Og þá kom stríðið...“
Sögu- og tónlistardagskrá frá stríðstíma Seinni Heimsstyrjaldarinnar
Sýnt verður í Hernámsetrinu í Hvalfirði, laugardaginn 16. maí kl.16:00.
Fram koma;
• Guðrún Ásmundsdóttir, sögumaður
• Alexandra Chernyshova, sópransönkona
• Ásgeir Páll Ágústson, baritónsöngvari
• Kjartan Valdemarsson, píanóleikari
Miðaverð á dagskránna er: 2.000kr
Á þessu ári verða 70 ár frá lokum Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Meira en 70 milljónir manna dóu í þessu hræðilega stríði.
Fjórir listamenn, þau; Guðrún Ásmundsdóttir - sögumaður, Alexandra Chernyshova - sópransöngkona, Ásgeir Pall Ágústsson - barítón söngvari og Kjartan Valdemarsson - pianóleikar vilja minnast þessara tímamóta með sögu- og tónlistardagskrá "Og þá kom stríðið..."
Í dagskránni segir sögumaðurinn sögur frá stríðstímanum frá Hollandi, Bretlandi, Rússlandi og Íslandi. Ein saga fjallar t.d. um tvær eldri systur sem bjuggu í Amsterdam, faðir þeirra var úrsmiður og hafði verslun sem var að selja úr. Fjölskylda þeirra hjálpa meira en 400 gyðingum að flytja úr landi svo nasistar náðu ekki og senda til Auschwitz. Þær systur voru tvö ár í útrýmingarbúðum Nasista í Ravensbrusch. Önnur systranna dó þar. Áður hún dó hún fékk að hitta systur sína og segja henni hver væri hennar draumur ef þær ættu eftir að komast út. Þetta er ein saga af nokkrum sem eru í dagskránni, sem segir um hörmung líf fólks, þeirra vonleysi og draumum, fyrir hvað þau voru að berjast og deyja.
Inni sögurnar fléttast falleg lög frá stríðstímanum sem eru vel þekkt út um allan heim. Það var yndisleg söngkona Vera Lynn sem söng „The White Cliffs of Dover“, „We will meet again“ og önnur lög sem gáfu von til hermanna á stríðstímanum. Það var önnur söngkona frá Russlandi sem var kölluð „Engill“, en nafnið hennar var Lidija Ruslanova, sem söng frægt rússneskt lag „Katjusha“ til að styðja anda ástarinnar í stíði, að gefa hermönnum trú á ástina eftir stríðið.
Dagskrá er full af flottum lögum eins og „We gonna hang out the washing on the Siegfied Line“, „Lily Marlein“, „Tenesse Waltz“, „Bláa sjalið“ o.fl.