Nýtni og nægjusemi í nóvember!
15. nóvember 2023
Nóvember er einn neyslufrekasti mánuður ársins með sínum svarta föstudegi, netmánudegi og degi einhleypra. Nægjusamur nóvember á vegum Landverndar og Evrópska nýtnivikan eru átaksverkefni sem hvetja okkur til þess að draga úr óþarfa neyslu og minnka úrgang.
Á vef Landverndar landvernd.is má nálgast upplýsingar um viðburði, góð ráð og ýmiss konar fræðslu sem tengist átaksverkefninu nægjusamur nóvember sem m.a. hvetur til einstaklingsaðgerða í þágu umhverfisverndar.
Dagana 18.-26. nóvember stendur svo evrópska nýtnivikan yfir og er þema ársins: Höfum það umbúðalaust! Þar erum við öll hvött til að leggja okkar af mörkum til að draga úr notkun einnota umbúða. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni: samangegnsoun.is.