Nýsköpunarnet Vesturlands stofnað
08. apríl 2022
Stofnfundur Nýsköpunarnets Vesturlands (NýVest) fór fram í Breið nýsköpunar- og þróunarsetri að Bárugötu 8-10 á Akranesi 6. apríl sl. Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) setti fundinn og síðan tók Gísli Gíslason formaður undirbúningsnefndar NýVest og fundarstjóri við boltanum og kynnti félagið. Eftir að hefðbundinni stofnfundardagskrá lauk þá ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fundinn auk þess sem Bergur Benediktsson frá Líftæknismiðju Breiðar og Árni Þór Árnason frá Fab-Lab smiðju Vesturlands kynntu starfsemina. Að lokum sá Helena Guttormsdóttir um kynningu á nýrri heimasíðu NýVest.