Nýr samningur við Íslenska gámafélagið
Nýverið var undirritaður nýr samningur við Íslenska gámafélagið og mun því gott samstarf Íslenska gámafélagsins og sveitarfélagsins halda áfram næstu árin.
Samþykkt var á 404. fundi sveitarstjórnar að taka tilboði Íslenska Gámafélagsins, sem var lægstbjóðandi og er gildistími samningsins sex ár frá 1. desember nk. Heimilt er, með samþykki beggja aðila, að framlengja samningnum tvisvar um eitt ár í senn.
Í samningnum felst sérstök söfnun og afsetning á pappa og pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi frá heimilum, bæði í þéttbýli og dreifbýli í Hvalfjarðarsveit, stofnunum sveitarfélagsins og grenndarstöðvum.
Samninginn undirrituðu Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins.