Nýkjörin sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
Föstudaginn 3. júní sl. kom nýkjörin sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar saman til fyrsta fundar. Andrea Ýr Arnarsdóttir var kjörinn oddviti sveitarstjórnar og Helga Harðardóttir varaoddviti, Helgi Pétur Ottesen verður ritari sveitarstjórnar og Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari. Á fundinum var jafnframt kosið í fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að en fundargerð sveitarstjórnar má sjá HÉR.
Fastur fundartími sveitarstjórnar verður fyrst um sinn óbreyttur, annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar klukkan 15 en til stendur, þegar ný samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar hefur verið auglýst í Stjórnartíðindum, að færa fundartíma yfir á annan og fjórða miðvikudag hvers mánaðar kl. 15.
Á fundinum samþykkti sveitarstjórn einnig ráðningu sveitarstjóra og mun Linda Björk Pálsdóttir áfram gegna starfi sveitarstjóra á yfirstandandi kjörtímabili.