Nýir starfsmenn hjá Hvalfjarðarsveit
Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 4. desember sl. var samþykkt að ráða Arndísi Höllu Jóhannesdóttur í starf félagsmálastjóra. Um er að ræða 50% stöðugildi. Arndís Halla hóf störf hjá Hvalfjarðarsveit þann 10. desember.
Aðrir umsækjendur um stöðu félagsmálastjóra voru:
Auður Herdís Sigurðardóttir.
Íris Eik Ólafsdóttir.
Jóhanna Hildiberg Haraldsdóttir.
Kristín Sævarsdóttir.
Lilja Guðrún Guðmundsdóttir.
Vilborg Oddsdóttir.
Á sama fundi var samþykkt að ráða Ólaf Melsted í nýtt starf skipulags- og umhverfisfulltrúa. Um fullt starf er að ræða. Ráðningin er tímabundin til eins árs. Ólafur mun hefja störf hjá Hvalfjarðarsveit þann 2. janúar nk.
Aðrir umsækjendur um stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa voru:
Axel R. Överby.
Drífa Gústafsdóttir.
Gunnar Ágústsson.
Hallfríður Guðmundsdóttir.
Helga Rún Guðmundsdóttir.
Hjördís Sigurðardóttir.
Marta María Jónsdóttir.
Sigurður Friðgeir Friðriksson.
Sindri Birgisson.
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir.
Arndís og Ólafur eru boðin velkomin til starfa hjá sveitarfélaginu!