Ný vefmyndavél.
Ein af öryggismyndavélunum sem settar voru upp við stofnanir sveitarfélagsins er staðsett á þaki nýja skólahússins í Heiðarskóla. Henni er beint niður afleggjarann að skólanum og í baksýn sést stór hluti sveitarinnar, allt frá Akrafjalli og inn eftir Hvalfirði.
Fyrir utan að vera öryggismyndavél, þá tekur vélin mynd á mínútu fresti og sendir í skrá, sem við sækjum á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar og birtum, en sérstakur hnappur er neðst til hægri á heimasíðunni, merkt „Vefmyndavél“.-, þar sem hægt er að sjá myndina, en neðst til vinstri á síðunni er hægt að velja að stækka hana.
Á myndinni er hægt að sjá veður, færð og skyggni nálægt skólanum, sem getur komið sér vel fyrir nemendur og foreldra þeirra, ásamt öðru gagnlegu og skemmtilegu fyrir íbúa og aðra sem hafa áhuga á að sjá sveitarfélagið frá þessu sjónarhorni.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu sveitarfélagsins, ef það eru einhverjar frekari upplýsingar eða athugasemdir eru, sem fólk vill koma á framfæri.
Vefstjóri.