Viðburðir falla niður
20. maí 2020
Hátíðarhöld á 17. júní
Sökum Covid-19 falla hefðbundin hátíðahöld 17. júní í Heiðarskóla niður þetta árið. Menningar-og markaðsnefnd er að skipuleggja dagskrá í samstarfi við sóknarprest sem verður streymt. Dagskrá og fyrirkomulag verður auglýst síðar.
Þetta var ekki auðveld ákvörðun en vonandi hafa allir skilning á þessu.
Hvalfjarðardagar 2020
Menningar-og markaðsnefnd ákvað á fundi sínum þann 19. maí að fella niður Hvalfjarðardaga sökum Covid-19. Nefndin mun skoða með haustinu hvort hægt verði að bjóða upp á einstaka viðburði.