Narfabakki - deiliskipulag
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 11. október 2023 að auglýsa deiliskipulag fyrir Narfabakka í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða deiliskipulag íbúða-, athafna- og landbúnaðarlóða á svæði sem er 12,2 ha að stærð.
Svæðið skiptist upp í samtals allt að 13 lóðir, en aðkoma að svæðinu er frá Þjóðvegi 1. Innan svæðis er Vatnshamralína 2. Stefnt er m.a. að uppbyggingu lítilla vindhverfla á svæðinu til raforkuframleiðslu og uppbyggingu atvinnuhúsnæðis til hreinlegrar athafna- og iðnaðarstarfsemi.
Narfabakka (L203959) var skipt út úr jörð Narfastaða og er á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði (L3) og að hluta til athafnasvæði (AT12) í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Ekkert deiliskipulag er til af svæðinu.
Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 20. desember 2023 til og með 31. janúar 2024.
Narfabakki-deiliskipulag
Narfabakki-greinargerð
Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 31. janúar 2024.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum til og með 31. janúar 2024, rafrænt í gegnum Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.
Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi