Fara í efni

Nágrannar í heimsókn

Miðvikudaginn 12. október sl. bauð sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar kjörnum fulltrúum og framkvæmdastjórum Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í heimsókn.

Tekið var á móti hópnum í Heiðarskóla en þaðað var farið að Bugavirkjun þar sem meðfylgjandi mynd er tekin. Leiárgarðabændur kynntu virkjunina og þá starfsemi sem þar fer fram. Þá var haldið að Hernássetrinu að Hlöðum þar sem gestir fengu leiðsögn um safnið og kynningu frá Magnúsi Þór Hafsteinsyni á ýmsu varðandi hernámið. Heimsókninni lauk svo með kvöldverði að Hótel Glym.

Sambærilegar heimsóknir milli þessara sveitarfélaga hafa lengi tíðkast og það var vissulega komið að Hvalfjarðarsveit að halda heimboð fyrir sína góðu nágranna.