Fara í efni

Menningar og atvinnuþróunarnefnd stendur fyrir fundi um Hvalfjarðardaga 2018

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd stendur fyrir fundi um Hvalfjarðardaga 2018 á morgun fimmtudaginn 18. janúar nk. kl. 17:30 í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.

 

Á fundi í Menningar- og atvinnuþróunarnefnd þann 4. janúar sl. var rætt um Hvalfjarðardaga 2018 og hvort halda ætti áfram því fyrirkomulagi að láta þá ná yfir helgi eða fækka dögum niður í einn eins og þróun hefur verið hjá sumum sveitarfélögum.  Eins og flestir vita má rekja upphaf Hvalfjarðardaga til frumkvæðis ferðaþjónustuaðila og þar sem áframhaldandi hátíðarhöld byggja á þátttöku þeirra og annarra sveitunga, þá var ákveðið að boða til fundar með ferðaþjónustuaðilum og öðrum sem hafa komið að Hvalfjarðardögum. Okkur þætti vænt um ef þeir sem telja sig málið varðar sæju sig fært að mæta á fundinn.

 

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd.