Malbiksframkvæmdir í Hvalfjarðarsveit
Malbikstöðin fyrir Vegagerðina stefnir á að endurnýja slitlag á tveimur köflum Vesturlandsvegar milli Hvalfjarðarvegar við Melahverfi og Grundartanga. Framkvæmdir ná yfir 2 nætur í vikunni, dagana 26.-28. júní nk. þ.e. aðfaranótt fimmtudags 27. júní og aðfaranótt föstudags 28. júní.
Stefnt er á að framkvæmdir hefjist kl. 21:00 á kvöldin og að opnað verði aftur fyrir umferð kl. 6:30 morguninn eftir.
Dagskráin er eftirfarandi með tilheyrandi lokunum og truflun á umferð:
Miðvikudagskvöldið 26. júní frá kl. 21:00 til fimmtudagsmorguns 27. júní kl. 6:30
- Yfirlögn á vegkafla við Melahverfi
Hjáleið milli Borgarness og Reykjavíkur verður um Hvalfjarðarveg!
Sérstök hjáleið verður fyrir íbúa Melahverfis að Hvalfjarðarvegi!
Fimmtudagskvöldið 27. júní frá kl. 21:00 til föstudagsmorguns 28. júní kl. 6:30
- Yfirlögn á vegkafla ofan við Grundartanga.
Hjáleið milli Borgarness og Reykjavíkur verður um Akrafjallsveg!
Hjáleiðir verða merktar alla dagana og sýna meðfylgjandi merkingaráætlanir hvernig staðið verður að lokunum. Opnað verður fyrir umferð eins fljótt og kostur er.
Neyðarakstri (112) verður hleypt í gegnum framkvæmdasvæðið ef með þarf.
Beðist er velvirðingar á öllum truflunum sem framkvæmdirnar kunnu að valda.