Melahverfi III - nýtt deiliskipulag, lýsing
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 345. fundi sínum þann 8. febrúar sl. að auglýsa lýsingu að deiliskipulagi vegna Melahverfis III samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana almenningi.
Um er að ræða deiliskipulagslýsingu fyrir nýja íbúðabyggð, um 7 hektara svæði staðsett austan við núverandi byggð í Melahverfi og er fyrirhuguð landnotkun svæðisins í samræmi við stefnumörkun fyrir þéttbýli í endurskoðuðu Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020 til 2032 sem er í vinnslu.
Deiliskipulagslýsing Melahverfis III
Deiliskipulagslýsingin liggur einnig frammi til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Melahverfi.
Athugasemdum og ábendingum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranes, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt “Melahverfi III”, fyrir 26. mars 2022.