Fara í efni

Lögheimilis- og aðsetursbreytingar fyrir 1. desember nk.

Nú líður að því að þeir aðilar sem búsettir eru í Hvalfjarðarsveit, en eru ekki skráðir með lögheimili þar samkvæmt síðustu íbúaskrá þurfa að tilkynna um rétt lögheimili. Hið sama gildir um þá sem flutt hafa heimili sitt innan sveitarfélagsins. Tilkynna á um flutning eigi síðar en sjö dögum eftir að hann á sér stað en eins og oft vill verða þá getur það farist fyrir og því eru þeir sem ekki hafa þegar gengið frá þeim málum hvattir til að ljúka því hið fyrsta eða fyrir 1. desember n.k.

 

Fylla þarf út þar til gerða flutningstilkynningu sem hægt er að nálgast á heimasíðu þjóðskrár www.skra.is og á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.

 

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.