Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Opið er fyrir umsóknir í Lóuna og er umsóknarfrestur til og með 30. mars 2025.
Styrkirnir eru nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina sem hafa það hlutverk að auka við nýsköpun á landsbyggðinni og styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins.
Að þessu sinni er áhersla lögð á verkefni sem fela í sér hagnýtingu stafrænna lausna, þróun og nýtingu tæknilausna í heilbrigðismálum og verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda eða afurða á nýskapandi hátt.
Lóu nýsköpunarstyrkir eru ætlaðir verkefnum sem komin eru af byrjunarstigi.
Við mat á nýnæmi verkefna er stuðst við skilgreiningu OECD um nýsköpun. Nýsköpun er skilgreind sem innleiðing nýrrar eða mjög endurbættrar vöru, þjónustu eða ferils, nýrrar aðferðar til markaðssetningar eða nýrrar skipulagsaðferðar í viðskiptaháttum, skipulagi á vinnustað eða ytri samskiptum.
Umsóknir berist rafrænt á minarsidur.hvin.is
Allar nánari upplýsingar um Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina er að finna hér.