Ljós og náttúra Vesturlands - ljósmyndasýning
Verið velkomin á opnun ljósmyndasýningar í Hallsteinssal
sunnudaginn 27. nóv. kl. 15.00.
Á sýningunni eru ljósmyndir sem Jón hefur tekið á
Vesturlandi. Megin viðfangsefnið er birtan sem slær
landslagið töfrum og framkallar liti sem linsan nær .
Við opnunina mun Alexandra Chernyshova koma fram
og boðið verður upp á kaffi og piparkökur.
Allir velkomnir.
Sama dag kl. 17.00 verða ljósin tendruð á jólatré Borgarbyggðar
við Kveldúlfsvöll, í næsta nágrenni Safnahúss. Kjörið er að rölta
þangað til að njóta hátíðardagskrár í tilefni upphafs aðventu.
Húsið verður opið til kl. 18.00 þennan dag, en eftir það er opið alla virka
daga kl. 13.00 – 18.00. Ókeypis aðgangur. Ef veðurhamlar má leita
upplýsinga um breytingar á www.safnahus.is og www.borgarbyggd.is
Safnahús Borgarfjarðar
Bjarnarbr. 4-6, Borgarnesi, www.safnahus.is, 433 7200