Litla-Botnsland 1 - Breyting á Aðalskipulagi 2020 - 2032
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 27.mars 2024 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsing fyrir Botn í Hvalfirði þar sem fyrirhugað er að byggja upp hótel og ferðamanna-þjónustu. Stofnað verður nýtt svæði verslunar og þjónustu þar sem nú er skilgreint frístundasvæði. Svæðin sem breytingin nær til er úr landi Litla-Botnslandi 1 (L224375), sem er um 12,1 ha að stærð. Innan svæðis verður m.a. gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 198 manns í hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu. Ekki er þörf á matstilkynningu til Skipulagsstofnunar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, þar sem stærðarviðmið verða vel undir viðmiðunarmörkum greinar 12.04 í viðauka 1.
Skipulagslýsingin er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 3. – 17. maí 2024.
Litla-Botnsland 1, skipulagslýsing
Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.hvalfjardarsveit.is og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er 17. maí 2024.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum, rafrænt í gegnum Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar