Fara í efni

Litahlaup í Hvalfjarðarsveit

Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar stóð fyrir skemmtilegu litahlaupi í gær, 15 ágúst. Þátttakendur mættu glaðir og tilbúnir til leiks á Vinavöll í Melahverfi kl 18:00. Gleðin var við völd og litir skreyttu hvert fótmál.

Háski hélt uppi stemningu áður en hlaupið hófst, með nokkrum lögum og taldi niður í upphaf hlaupsins. Hlaupið var rúmlega 1,6 km langt og að því loknu var boðið upp á Hleðslu í boði MS. Matarvagn var til staðar fyrir þá sem vildu fá sér að borða eftir hlaupið.

Litahlaupið markaði upphafHvalfjarðardaga sem verða fullir af fjölbreyttri skemmtun og afþreyingu.

Sjá frétt frá Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar og myndir úr hlaupinu hér: https://www.facebook.com/share/p/eCoxoPxJVByd9paZ/?mibextid=WC7FNe