Líkamsrækt fyrir 60 ára og eldri
18. febrúar 2025
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á annað námskeið, 6 skipti, frá 25.febrúar nk. til 1. apríl nk. í líkamsrækt fyrir íbúa 60 ára og eldri með leiðbeinanda.
Tímarnir verða í líkamsræktarsalnum í íþróttamiðstöðinni Heiðarborg á þriðjudögum frá kl. 11:10 - 11:50.
Eftir æfingu verður hægt að fara í heita pottinn. Fyrsti tími er 25. febrúar nk.
Nauðsynlegt er að skrá sig bæði í líkamsrækt og hádegismat á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 433-8500 eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is. Takmarkaður fjöldi plássa í boði.
Í boði er að kaupa hádegismat í Heiðarskóla þá daga sem líkamsræktin er.
Leiðbeinandi er Emilía Halldórsdóttir, íþróttafræðingur.