Lífshlaup Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
Lífshlaupið 2022 hefst miðvikudaginn 1. febrúar nk.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna.
Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Nánari upplýsingar um ráðleggingar um hreyfingu má finna á síðu Embætti landlæknis.
Lífshlaupið stendur fyrir:
Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri í tvær vikur í febrúar
Framhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri í tvær vikur í febrúar
Vinnustaðakeppni í þrjár vikur í febrúar
Einstaklingskeppni þar sem allir geta tekið þátt og skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið
Skrá má alla hreyfingu niður ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn.
Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega.
SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á www.lifshlaupid.is/innskraning. Skráningarferlið er einfalt og þægilegt en fínar leiðbeiningar má finna hér og svo hér á ensku.
Við minnum á LífshlaupsAPP-ið þar sem mun einfaldara er að skrá alla hreyfinguna sína þegar maður er komin í lið. Hér má finna upplýsingar um LífshlaupsAPP-ið.
Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og skráningu gefur Linda Laufdal, verkefnastjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ á linda@isi.is. Einnig er hægt að hringja í síma 514-4000 eða senda fyrirspurnir á netfangið lifshlaupid@isi.is.