Fara í efni

Líf í lundi í Álfholtsskógi

Skógræktarfélag Skilmannahrepps býður til viðburðarins "Líf í lundi í Álfholtsskógi" laugardaginn 22. júní frá klukkan 12 til 16. Á dagskrá verður mandölugerð, plöntugreining, axarkast og tálgunarkennsla fyrir börn sem fer fram frá klukkan 13 til 15. Fræðsluganga um skóginn verður klukkan 14, tekur um eina klukkustund.

Í Furuhlíð verður ljósmyndasýning Áskels Þórissonar, þar sem sýndar verða myndir úr náttúrunni sem unnar eru á sérstakan hátt. Auk þess verða veitingar á vægu verði, kakó, pönnukökur og kleinur.

Öll eru velkomin í skóginn til að njóta dagsins.

Sjá viðburð hér: https://facebook.com/events/s/lif-i-lundi/431729463104410/