Lengd viðvera í boði fyrir nemendur 1.-4. bekkjar í Heiðarskóla
Á 225. fundi sveitarstjórnar þann 13. sept. sl. samþykkti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tillögu fræðslu- og skólanefndar um að frá og með 17. okt. nk. verði nemendum í 1.- 4. bekk grunnskóla boðið uppá lengda viðveru eftir að hefðbundnum skóladegi líkur. Lengd viðvera verður opin frá kl. 14:30 til 16:30 fjóra daga vikunnar, mánudaga til fimmtudaga. Verkefnið er sett af stað í kjölfar könnunar sem gerð var meðal foreldra nemenda viðkomandi bekkja, þar sem fram kom áhugi á að boðið væri uppá lengda viðveru fyrir börn á þessum aldri. Hér er um tilraunaverkefni að ræða sem boðið verður uppá til loka þessa skólaárs ef næg þátttaka er fyrir hendi, en lágmarksfjöldi er að skráð séu 10 börn svo af verkefninu verði.
Skráning í lengda viðveru er hjá Sigríði Láru sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is skólastjóra í Heiðarskóla.