Leirá – Breyting á Aðalskipulagi 2020 - 2032
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 26. júní 2024 að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði á Leirá í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hluti jarðarinnar fer úr landbúnaðarsvæði L1, L2 og frístundabyggð F36 í skógræktar- og landgræðslusvæði. Svæðið sem um ræðir er um 38,8 ha að stærð.
Ofangreind tillaga er auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is)
frá 16. september – 28. október 2024.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma.
Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í skipulagsgáttina.
Ef óskað er nánari kynningar á tillögunni skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar