Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar auglýsir lausar stöður fyrir næsta skólaár
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar varð til við sameiningu leikskólans Skýjaborgar og grunnskólans Heiðarskóla árið 2011. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá við Skarðsheiði og Skýjaborg í íbúðarhverfinu Melahverfi. Gildi skólans eru vellíðan – virðing – metnaður – samvinna. Skólinn er grænfánaskóli og leggur áherslu umhverfismennt og útinám. Unnið er með byrjendalæsi. Á leikskólasviðinu, Skýjaborg, dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára. Á grunnskólasviðinu, Heiðarskóla, eru um 90 nemendur.
Í Skýjaborg gefst tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast þróun leikskólastarfs, samvinnu leikskólasviðs við grunnskólasvið skólans og fleiri stofnanir. Hvalfjarðarsveit veitir starfsfólki sínu styrk til náms í leikskólakennarafræðum og leikskólaliðanámi. Starfsfólk í leikskólakennaranámi geta fengið samning um fá að halda dagvinnulaunum í staðarlotum og í vettvangsnámi í allt að 7 vikur á ári. Deildarstjórar og leikskólakennarar fá aukin undirbúningstíma (leikskólakennarar 5 og deildarstjórar 7) og verið er að hækka barngildin hjá 4 og 5 ára börnum frá og með hausti 2018.
Skýjaborg er að fara af stað með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar næstu tvö árin með 7 klst. vinnudag / 35 stunda vinnuviku.
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://skoli.hvalfjardarsveit.is.
Deildarstjóri óskast til starfa í Skýjaborg
Helstu verkefni og ábyrgð:
Að vinna að uppeldi og menntun barna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
Stjórnun og skipulag deildarinnar
Að bera ábyrgð á uppeldi- og menntunarstarfi sem fram fer á deildinni
Hæfniskröfur:
Leyfisbréf leikskólakennara
Reynsla af uppeldis- og menntunarstörfum æskileg
Góðir skipulagshæfileikar
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum og samstarfi
Góð íslenskukunnátta
Starfshlutfall er 100%. Um framtíðarstarf er að ræða. Ef ekki fæst leikskólakennari verður litið til menntunar og reynslu. Laun samkvæmt SNS og viðkomandi stéttarfélags.
Leikskólakennarar óskast til starfa í Skýjaborg
Helstu verkefni og ábyrgð:
Að vinna að uppeldi og menntun barna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
Að skipuleggja faglegt starf undir stjórn deildarstjóra
Hæfniskröfur:
Leyfisbréf leikskólakennara
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg
Góðir skipulagshæfileikar
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Góð íslenskukunnátta
Starfshlutfall er 100%. Um framtíðarstarf er að ræða. Ef ekki fást leikskólakennarar verður litið til menntunar og reynslu. Laun samkvæmt SNS og viðkomandi stéttarfélags.
Þroska- og/eða iðjuþjálfi óskast til starfa við leik- og grunnskólasvið
Helstu verkefni og ábyrgð:
Að vera ráðgefandi um þroska og nám barna
Að annast þjálfun barna
Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
Að standa vörð um nám og velferð barna
Að vinna að gerð einstaklingsnámskrár í samstarfi við sérkennara
Hæfniskröfur:
Leyfisbréf sem þroska- og/eða iðjuþjálfi
Reynsla af vinnu með börnum með fötlun æskileg
Góð samskipta- og skipulagshæfni
Áhugi á samvinnu og teymiskennslu
Starfshlutfall er 100%; 80% við leikskólasvið og 20% við grunnskólasvið. Um framtíðarstarf er að ræða. Ef ekki fæst þroska- og/eða iðjuþjálfi verður litið til menntunar og reynslu. Laun samkvæmt SNS og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur um störfin er til 13. júní 2018. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um. Störfin henta báðum kynjum. Ráðið er frá ágúst 2018. Umsókn með starfsferilskrá sendist á eyrun.jona.reynisdottir@hvalfjardarsveit.is. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri (Eyrún) og aðstoðarleikskólastjóri (Guðmunda) í síma 433 8530 og á netfangi hér að ofan.