Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar
Laust er til umsóknar embætti sviðsstjóra leikskólaasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Sviðsstjóri er í stjórnunarteymi skólans og starfar náið með skólastjóra samkvæmt skipuriti skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Kennarapróf og kennslureynsla
· Framhaldsmenntun eða reynsla á sviði stjórnunar æskileg
· Frumkvæði og samstarfsvilji
· Góðir skipulagshæfileikar
· Hæfni í mannlegum samskiptum
· Sé reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi
Skólinn er heildstæður leik- og grunnskóli með um 130 nemendur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í leikskólanum Skýjaborg og hins vegar grunnskólanum Heiðarskóla. Leikskólinn leggur áherslu á lýðræði og opinn efnivið. Í leikskólanum dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára. Í leikskólanum gefst tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast þróun leikskólastarfs, samvinnu leikskólans við grunnskólasvið skólans og fleiri stofnanir. Frekari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans http://www.skoli.hvalfjardarsveit.is/
Umsóknarfrestur er til 31.12.2015. Viðkomandi starfsmaður sem verður ráðinn þarf að geta hafið störf í janúar 2016.
Laun samkv. LN, KÍ, FL og/eða viðkomandi stéttarfélagi
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist til Jóns Rúnars Hilmarssonar, skólastjóra,
jon.runar.hilmarsson@hvalfjardarsveit.is – Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar, Hvalfjarðarsveit, 301 Akranesi. Nánari upplýsingar veitir Jón R. Hilmarsson skólastjóri í síma 858-1944.