Laust starf til umsóknar
Við Heiðarskóla vantar til starfa frá 1. janúar 2015:
Almennur starfsmaður Heiðarskóla. Auglýst er eftir starfsmanni í almenn störf í þrifum í 50% starfshlutfall
Laun samkv. viðkomandi stéttarfélagi
Skólinn er heildstæður leik- og grunnskóli með um 130 nemendur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í leikskólanum Skýjaborg og hins vegar grunnskólanum Heiðarskóla. Í grunnskólanum eru rúmlega 90 nemendur og samkennsla árganga fastur liður í skólastarfinu. Heiðarskóli starfar eftir aðferðum uppbyggingarstefnunnar; Uppeldi til ábyrgðar. Í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar er lögð áhersla á umhverfismennt, útinám, skólinn er Grænfánaskóli og tæknimennt. Notkun á Ipad var innleidd í skólastarfið á yfirstandandi skólaári og eru allir nemendur Heiðarskóla að nota Ipad í námi og elstu börn Skýjaborgar. Einnig er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Frekari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans http://www.skoli.hvalfjardarsveit.is/
Umsóknarfrestur er til 16. des. 2014.
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist til Jóns Rúnars Hilmarssonar, skólastjóra,
jon.runar.hilmarsson@hvalfjardarsveit.is – Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar, Hvalfjarðarsveit, 301 Akranesi. Nánari upplýsingar veitir Jón R. Hilmarsson skólastjóri í síma 858-1944.