Lausar stöður við Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar auglýsir lausar stöður leikskólakennara / leiðbeinenda og við ræstingu
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar varð til við sameiningu leikskólans Skýjaborgar og grunnskólans Heiðarskóla árið 2011. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá við Skarðsheiði og Skýjaborg í íbúðarhverfinu Melahverfi. Gildi skólans eru vellíðan – virðing – metnaður – samvinna. Skólinn er grænfánaskóli og leggur áherslu umhverfismennt og útinám. Unnið er með byrjendalæsi og er skólinn leiðandi í spjaldtölvunotkun í skólastarfi. Á leikskólasviðinu, Skýjaborg, dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára. Á grunnskólasviðinu, Heiðarskóla, eru um 90 nemendur.
Í Skýjaborg gefst tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast þróun leikskólastarfs, samvinnu leikskólasviðs við grunnskólasvið skólans og fleiri stofnanir. Hvalfjarðarsveit veitir starfsfólki sínu styrk til náms í leikskólakennarafræðum og leikskólaliðanámi.
Í Heiðarskóla gefst sömuleiðis tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni í teymiskennslu með áherslu á spjaldtölvur, umhverfismennt og útinám. Í Heiðarskóla er lagt upp með ábyrgð einstaklingsins á eigin hegðun og námi út frá aðferðum Uppbyggingarstefnunnar.
Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://skoli.hvalfjardarsveit.is.
Leikskólakennarar / leiðbeinendur óskast til starfa í Skýjaborg
Leikskólakennarar / leiðbeinendur í leikskóla óskast til starfa í Skýjaborg. Starfshlutföll eru 100% og 50%. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að vinna að uppeldi og menntun barna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
- Að skipuleggja faglegt starf undir stjórn deildarstjóra
Hæfniskröfur:
- Leyfisbréf leikskólakennara
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg
- Góðir skipulagshæfileikar
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
Um tímabundin störf er að ræða til og með 6. júlí 2018.
Ef ekki fást leikskólakennarar verður litið til menntunar og reynslu.
Umsóknarfrestur um störfin er til 22. janúar næstkomandi.
Störfin henta báðum kynjum.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Skýjaborgar í síma 433 8530 / 892 5510
Umsókn með ferilskrá sendist á eyrun.jona.reynisdottir@hvalfjardarsveit.is
Starfsólk við ræstingu óskast til starfa í Heiðarskóla
Við Heiðarskóla er laus staða við ræstingu. Vinnutími eftir samkomulagi utan skólatíma samkvæmt uppmælingu. Um er að ræða ca 6 klst. vinnu við ræstingu fimm daga vikunnar. Gæti hentað tveimur til þremur aðilum að vinna saman. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Um tímabundið starf er að ræða frá 1. febrúar til og með 8. júní.
Umsóknarfrestur um starfið er til 22. janúar næstkomandi.
Starfið hentar báðum kynjum.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Heiðarskóla í síma 896 8158.
Umsókn með ferilskrá sendist á sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is