Lausar stöður skólaliða og stuðningsfulltrúa við Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar - Heiðarskóla
Heiðarskóli leitar að einstaklingum með góða hæfni í mannlegum samskiptum sem eru tilbúnir að leggja sig fram við að mæta þörfum allra barna í góðu samstarfi við foreldra og samstarfsfólk. Reynsla af störfum í skólaumhverfi er æskileg.
Heiðarskóli auglýsir eftirfarandi stöður skólaliða og stuðningsfulltrúa:
- 91% staða skólaliða í mötuneyti frá 15. ágúst 2022. Um framtíðarstarf er að ræða. Vinnutími er frá kl. 8:00 - 15:15.
- 50% staða skólaliða í tómstunda- og frístundastarfi. Um tímabundna ráðningu er að ræða frá 15. ágúst 2022 – 7. júní 2023. Vinnutími er frá kl. 12:45 – 16:45.
- 69% staða stuðningsfulltrúa. Um tímabundna ráðningu er að ræða frá 15. ágúst 2022 – 7. júní 2023. Vinnutími er frá kl. 8:00 – 13:30.
- 73% staða stuðningsfulltrúa. Um tímabundna ráðningu er að ræða frá 15. ágúst 2022 – 7. júní 2023. Vinnutími er frá kl. 8:00 – 13:30 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 8:00 – 15:00 á föstudögum.
- Tímavinna í haustfrístund fyrir börn í 1. – 4. bekk. Tímabilið sem um ræðir er 5. – 19. ágúst 2022. Haustfrístund verður opin 8. – 19. ágúst frá kl. 8:00 – 16:15. Auglýst er eftir tveimur til þremur aðilum til að taka verkefnið að sér, fer eftir endanlegum fjölda barna sem skráð verða í haustfrístund.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigríður Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri, í síma 896 8158. Störfin henta öllum kynjum. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 28. júní og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang skólastjóra; sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar er starfræktur á tveimur starfsstöðvum í sveitarfélaginu, grunnskólinn Heiðarskóli er við Leirá við Skarðsheiði og leikskólinn Skýjaborg í Melahverfi. Gildi skólans eru vellíðan – virðing – metnaður – samvinna. Á leikskólasviðinu, Skýjaborg, dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára. Á grunnskólasviðinu, Heiðarskóla, eru um 90 nemendur.