Landsstólpinn 2025 - kallað eftir tilnefningum
10. febrúar 2025
Byggðastofnun kallar eftir tilnefningum um handhafa Landsstólpans 2025. Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum.
Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar.
Vestlendingar eru hér með hvattir til að líta yfir farin veg og láta vita af þeim sem hafa skarað fram úr og lagt af mörkum til byggðamála.
Óskað er eftir því að tillögur verði sendar á netfangið landstolpinn@byggdastofnun.is.
Nánari upplýsingar veita Helga Harðardóttir eða Andri Þór Árnason, s. 455-5400.
Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út föstudaginn 28. febrúar 2025.