Lagning hitaveitu að Heiðarskólasvæði
19. maí 2021
Lagning hitaveitu að Heiðarskólasvæði
Vinna er hafin við undirbúning og hönnun hitaveitulagnar frá stofni Veitna við Beitistaði að Heiðarskólasvæðinu. Gert er ráð fyrir að tengja væntanlega notendur, sem eru á lagnaleiðinni, við veituna auk þess að skoða möguleika á áframhaldandi lögn frá Heiðarskólasvæðinu inn Leirársveitina. Á grundvelli verðkönnunar hjá fjórum aðilum í starf verkefnastjóra við verkið samþykkti sveitarstjórn að ganga til samninga við T.S.V. sf. en verkefnastjóri framkvæmda og eigna Hvalfjarðarsveitar mun hafa yfirumsjón með verkefninu.