Kynningarfundur um styrkingu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands
Miðvikudaginn 15. febrúar sl. hélt Landsnet kynningarfund á Bjarteyjarsandi með fulltrúum sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og umhverfis-, skipulags og náttúruverndarnefndar ásamt hlutaðeigandi landeigendum vegna áætlunar fyrirtækisins um styrkingu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands.
Tilgangur fundarins var að upplýsa um þau áform sem framundan eru og kynna þá valkosti sem Landsnet leggur til að verði skoðaðir varðandi mögulegar línulagnir og/eða styrkingu núverandi kerfis.
Í framhaldinu tekur við umhverfismatsferli með lögbundnum kynningum og athugasemdafrestum. Þá áformar Landsnet að opna sérstakan vef um verkefnið síðar í þessum mánuði, þar sem öllum gefst kostur á að fylgjast með framvindu verkefnisins og koma á framfæri spurningum og athugasemdum.
SÞ.