Kynningarfundur um fjárhagsáætlun 2017-2020
20. janúar 2017
Miðvikudaginn 18. janúar sl. var haldinn almennur kynningarfundur um fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2017-2020.
Á fundinum fór sveitarstjóri yfir forsendur áætlunarinnar og helstu niðurstöður.
Farið var yfir atriði er varða rekstur sveitarfélagsins, álagningu skatta og innheimtu þjónustugjalda, fjárfestingar og sölu eigna.
Að erindi sveitarstjóra loknu fóru fram almennar umræður um fjölmörg viðfangsefni sveitarfélagsins.
Hér er fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2017-2020.
Hér er greinargerð sveitarstjóra v/ fjárhagsáætlunar 2017-2020.
Hér eru glærur sem sveitarstjóri fór yfir á kynningarfundinum.