Grænn viðskiptahraðall - kynningarfundur
26. janúar 2021
Viðskiptahraðlinum Hringiðu er ætlað að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum með það fyrir augum að þátttakendur verði í lok hraðals í stakk búin til að kynna verkefni sín fyrir fjárfestum og sækja styrki í Evrópusjóði sem styðja verkefni sem draga úr losun.
Kynningarfundur fyrir um verkefnið fer fram föstudaginn 29. janúar kl 10:30 og verður fundinum streymt á facebooksíðu Hringiðu
Dagskrá:
- Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna opnar fundinn.
- Edit Ómarsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups fer yfir fyrirkomulag hraðalsins
- Ólöf Andrjesdóttir Yfirverkefnastjóri Jarðhitagarðs hjá Orku Náttúrunnar
- Ástþór Ingvi Ingvason Stöðvastjóri hjá Sorpu og Jónína Guðný Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri viðskipta‑ og þjónustusviðs hjá Terra
- Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá Pure North
- Edit Ómarsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups fer yfir fyrirkomulag hraðalsins
- Ólöf Andrjesdóttir Yfirverkefnastjóri Jarðhitagarðs hjá Orku Náttúrunnar
- Ástþór Ingvi Ingvason Stöðvastjóri hjá Sorpu og Jónína Guðný Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri viðskipta‑ og þjónustusviðs hjá Terra
- Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá Pure North
Að lokum verður opið fyrir spurningar.
Að verkefninu standa Reykjavíkurborg, Atvinnuvegaráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Hvalfjarðarsveit, Faxaflóahafnir, Sorpa og Terra auk Þróunarfélags Grundartanga og Breið Þróunarfélags.
Umsjón með hraðlinum er í höndum Icelandic Startups.
Opnað verður fyrir umsóknir í Hringiðu í vikunni á vefsíðunni https://hringida.is