Kynningarfundur Hótel og ferðaþjónusta Litla-Botnslandi 1
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. nóvember 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Litla-Botnsland 1, L224375, í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirhuguð er uppbygging á hóteli og ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á náttúruferðamennsku samhliða skógrækt. Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 200 gesti á hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu. Heildar byggingarmagn svæðis verður allt að 5.000 m2 . Unnið er að matstilkynningu til Skipulagsstofnunnar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Kynningarfundur verkefnisins verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit, miðvikudaginn 12. mars 2025 kl. 17:00 - 18:00.
Jökull Helgason
Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar