Fara í efni

Kvikmyndataka í Hvalfjarðarsveit

Dagana 13. -14. apríl nk. stendur True north ehf. fyrir kvikmyndatöku í Hvalfjarðarsveit í grend við Olíustöðina. Í tengslum við kvikmyndatökuna hefur Samgöngustofa gefið út leyfi til lágflugs þyrlu og lögregla er upplýst um hvað til stendur. Hvalfjarðarsveit hefur bent fulltrúa True north ehf. að hafa beint samband við landeigendur sem líklegast verða fyrir ónæði af fyrirhuguðu flugi. Þeim hefur einnig verið bent á að takmarka flugtíma eins og kostur er svo draga megi úr ónæði og líkum á því að búfé fælist undan hávaða.

Hvalfjarðarsveit væntir þess að kvikmyndatakan gangi vel og að ekki hljótist af verulegt ónæði eða tjón.

Hvalfjarðarsveit 11. apríl 2016
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri