Kvenfélagið Lilja afhendir veglega gjöf
07. mars 2024
Þann 6. mars sl. afhentu félagskonur í Kvenfélaginu Lilju veglegar gjafir til félagsmiðstöðvarinnar 301 á opnu húsi. Unglingarnir tóku á móti gjöfunum og buðu félagskonum upp á veitingar og skoðun um félagsmiðstöðina 301.
Kvenfélagið Lilja gaf poolborð, Play-station 5 tölvu, 2 stýripinna, 2 heyrnartól, hleðslustöð,píluspjald og pílur. Mikil ánægja er með gjafirnar og munu þær koma að góðum notum í félagsmiðstöðinni 301.
Hvalfjarðarsveit og félagsmiðstöðin 301 færir Kvenfélaginu Lilju bestu þakkir fyrir þessa veglegu gjöf og óskar félaginu farsældar í starfi sínu.