Fara í efni

Kveikt á jólatré

Kveikt var á jólatrénu á Vinavelli í gær, 28. nóvember, með aðstoð leikskólabarna Skýjaborgar sem komu syngjandi glöð. Genginn var einn hringur í kringum jólatréð og sungin jólalög en þar sem frekar kalt var í veðri var farið inn í stjórnsýsluhús til að hlýja sér, syngja meira og gæða sér á mandarínum.

Leikskólabörnum og starfsfólki Skýjaborgar eru færðar bestu þakkir fyrir komuna, hjálpina, gleðina og sönginn sem þau færa árlega við tendrun jólatrésins.

Myndir frá viðburðinum má finna hér í myndasafni.

Íbúar og gestir eru hvattir til að njóta Vinavallar, jólaljósa og jólatrésins á aðventunni og jólahátíðinni.