Fara í efni

Kveðja til Grindvíkinga

Hvalfjarðarsveit sendir íbúum Grindavíkur hlýjar stuðningskveðjur og samhug vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem nú eru uppi, með von um að yfirstandandi jarðhræringar valdi sem minnstum skaða. Hugur okkar, líkt og landsmanna allra, er hjá ykkur.

Það er mikilvægt að taka höndum saman í aðstæðum sem þessum og býður Hvalfjarðarsveit fram aðstoð við Grindvíkinga, eftir því sem hægt er að verða að liði í þeim verkefnum sem framundan eru.

Íbúar í Hvalfjarðarsveit sem eiga þann kost að geta boðið upp á húsnæði fyrir Grindvíkinga geta skráð sig á lista inn á heimasíðu Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is). Íbúar Hvalfjarðarsveitar geta einnig boðið fram aðstoð við að hýsa dýr tímabundið, sjá nánar undir Hundasamfélagið á Facebook og inn á Dýraverndarsamband Íslands - Heim (dyravernd.is)