Krossland - breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 384. fundi sínum þann 11.10.2023 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Krosslands, 1. áfanga, skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, Fögruvellir 1 -3, fjölgun íbúða.
Í breytingunni felst að fjölga íbúðum á heildar reitnum úr 60 í 66 og að skyggni/skjólþök megi fara allt að 1 meter út fyrir byggingarreit. Búið er að auka magn bílastæða á lóðunum. Á lóðinni Fögruvöllum 1 verður skv. breytingunni heimilt að byggja 30 íbúðir, á Fögruvöllum 2 verður heimilt að byggja 14 íbúðir og á Fögruvöllum 3 verður heimilt að byggja 22 íbúðir, samtals 66 íbúðir. Skv. gildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir að á heildarreitnum væri heimilt að byggja 60 íbúðir, í stað 66 skv. þessari breytingartillögu. Nýtingarhlutfall lóðar verður óbreytt 0,76.
Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 19. apríl 2024 til og með 31. maí 2024.
Fögruvellir 1 - 3, deiliskipulagsbreyting
Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is .
Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 31. maí 2024.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum, rafrænt í gegnum Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar